Skip to content

Um Tellus

Tellus

Nafnið Tellus er komið úr rómverskri goðafæði og þýðir móðir jörð, Tellus er einnig þekkt sem gyðja jarðar. 

Tellus er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í öruggri eyðingu tölvugagna og grænum lausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir við meðhöndlun á úreldum tölvu og rafbúnaði.  Tölvum og jaðarbúnaði tengdum tölvum er komið aftur í hringrásarhagkerfið til að tryggja sjálfbæra auðlindanýtingu og takmarka kolefnisspor afsetningar á búnaði eins og hægt er.

Upphafið
Hingað til hefur meðhöndlun og farvegir fyrir notaðan tölvubúnað og búnað þess tengdum verið takmarkaðir á Íslandi og aðferðum þar sem búnaður er hakkaður beitt við förgun á gögnum með tilheyrandi sóun auðlinda. Sóun á auðlindum jarðar og kolefnisspor slíkrar förgunar er ekki samræmi við umhverfismarkmið margra fyrirtækja í dag eða lagasetningu „í átt að hringrásarhagkerfi“ sem innleidd var með samþykkt Alþingis og tók gildi áramótin 2022/2023.

Ferlar Tellus er græn leið við eyðingu gagna sem stuðlar að minni sóun auðlinda og lækkar kolefnisspor fyrirtækja með því að taka tölvu og tölvubúnað í heilu frá fyrirtækjum.

Græn eyðing gagna: Unnið er eftir ISO27001 staðli, búnaður sem geymir gögn fer í gagnaeyðingarferli sem sér til þess að engin gögn sitja eftir á disknum. Að lokinni eyðingu gagna er búnaður yfirfarin og stýrikerfi sett upp og tölvunni eða viðkomandi búnað komið aftur í hringrásarhagkerfið í endurnotkun.

Tölvum og búnað sem ekki er hægt að endurnýta er fundið leið þar sem búnaður er aðskilinn og flokkaður eftir efnum. Tryggt er að íhlutum og búnaði sé komið í endurvinnsluferli í hringrásarhagkerfinu þar sem íhlutir eru endurnýttir eða endurunnir þegar endurnýting er ekki valkostur.

Framtíðarsýn

Áframhaldandi þróun með það að meginmarkmiði að ýta straumum sem berast til fyrirtækisins sem hæst í endurvinnslu pýramídanum. Við eyðingu gagna og förgun eru viðeigandi staðlar nýttir sem og bestun ferla til endurnýtingar,  endurvinnslu og takmörkun úrgangs sem samræmist markmiðum hringrásarhagkerfisins.
Samfélagsleg ábyrgð er partur af framtíðarsýn Tellus þar sem stuðningur við nærsamfélagið og minnihlutahópa er hafður að leiðarljósi.