Umhverfisstefna







Tilgangur
Tilgangur umhverfisstefnu Tellus er að vísa veginn í umhverfismálum félagsins og að þau séu höfð að leiðarljósi við alla starfsemi fyrirtækisins. Að starfsemin taki mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna og endurspegli hringrásarhagkerfið. Stefna Tellus er að stuðla að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og viðskiptavina.
Leiðarljós og áherslur
Tryggja sem best velferð og vellíðan starfsmanna með heilsusamlegu og hreinlegu starfsumhverfi. Gildandi staðlar er varða umhverfismál séu nýttir við stjórn fyrirtækisins.
Við val á efnum sem notuð eru í fyrirtækinu séu umhverfisvæn efni og búnaður valinn út frá umhverfisáhrifum eftir fremsta megni.
Stuðla að framfylgni umhverfismarkmiða meðal starfsfólks með upplýsingagjöf og fræðslu.
Eftirfylgni og endurskoðun umhverfisstefnu
Umhverfisstefna er sett fram til framtíðar en skal endurskoðuð á tveggja ára fresti, oftar ef þörf krefur. Umhverfismarkmið eru sett fram í samræmi við gildandi umhverfisstefnu og skal yfirfara umhverfismarkmið að lágmarki á tveggja ára fresti. Aðgerðaráætlanir skal endurskoða árlega.
Umhverfismarkmið
- Efla umhverfisvitund starfsfólks og hvetja það til að bera virðingu fyrir umhverfinu og vera fyrirmynd og hvatning fyrir aðra.
- Auka úrval umhverfisvænna lausna.
- Innkaup taki mið af umhverfissjónarmiðum og sjálfbærni.
- Takmarka útprentun á pappír eins og kostur er.
- Stuðla að pappírslausum viðskiptum.
- Nýta orku á sem ábyrgastan hátt, takmarka sóun eins og hugsanlegt er.
- Endurnýta umbúðir eins og kostur er.
- Allar endurvinnanlegar umbúðir sem ekki eru nýtanlegar sé safnað og skilað til endurvinnslu.
- Meðhöndlun sorps skilji eftir sig eins takmarkað kolefnisspor og unnt er.
- Fylgjast með kolefnisspori starfseminnar og vinna stöðugt að því að minnka það.
- Fylgja eftir markmiðum, mæla árangur með skilmerkilegum hætti og taka saman niðurstöður lykilmælikvarða árlega.


Hringrásarhagkerfið
Nýting auðlinda verður að byggjast á skynsamlegri nýtingu og endurvinnslu
Drögum úr auðlindanotkun, aukum líftíma auðlinda jarðar og komum í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu.